Hoppa yfir valmynd
21. maí 2010 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Slóveníu

 

Stefán Skjaldarson, sendiherra, afhenti í gær, 20. maí, Dr. Danilo Türk, forseta Slóveníu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Slóveníu með aðsetur í Vínarborg. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Ljublijana.

Við þetta tækifæri átti sendiherra einnig fundi með slóvenskum embættismönnum þar sem m.a. var rætt um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og mögulegt samstarf Íslands og Slóveníu á sviði jarðhitanýtingar og umhverfismála.

Samskipti Íslands og Slóveníu hafa ávallt verið afar vinsamleg þótt ekki séu þau mikil að vöxtum en Ísland var meðal fyrstu ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Slóveníu þegar Júgóslavía liðaðist í sundur fyrir hartnær 20 árum.

Auk Austurríkis og Slóveníu fer sendiráð Íslands í Vín með fyrrisvar gagnvart nokkrum nágrannaríkjum í Mið-Evrópu og á Balkanskaga.  Sendiráðið er jafnframt fastanefnd Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE/OSCE), Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vín (UNOV), Alþjóðakjarnorkumálastonuninni (IAEA) og Skrifstofu Samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBTO).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum