Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2010 Utanríkisráðuneytið

Þýska sambandsþingið samþykkir aðildarviðræður við Ísland

Þýska sambandsþingið samþykkti 22. apríl sl. með yfirgnæfandi meirihluta að styðja aðildarviðræður Evrópusambandsins við Íslands. Atkvæðagreiðslan í þýska þinginu um aðildarumsókn Íslands, markar þáttaskil en þetta er í fyrsta skipti sem þjóðþing aðildarríkis ESB fjallar um hvort hefja eigi aðildarviðræður við umsóknarríki.

Fulltrúar allra flokka á þingi tóku til máls og greinilegt var að þeir höfðu kynnt sér málið í þaula. Voru flokkarnir sammála um að Ísland væri rótgróið lýðræðisríki sem uppfyllir Kaupmannahafnarviðmiðin. Lögð var áhersla á að Ísland hefði ýmislegt fram að færa í Evrópusamstarfinu. Þannig gæti Evrópusambandið lært af Íslandi hvernig reka mætti sjálfbæra sjávarútvegsstefnu ESB, bæði út frá efnahagslegum og vistfræðilegum sjónarmiðum. Loks segir að með aðild Íslands öðlist Evrópusambandið aukið vægi á Norðurslóðum og nyti jafnframt góðs af þekkingu Íslands á sviði orkumála.

Umsögn Bundestag á íslensku (óopinber þýðing).

Umsögn Bundestag á þýsku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum