Hoppa yfir valmynd
4. mars 2010 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra hittir Westerwelle í Berlín

Össur hittir Westerwelle
Ossur_Westerwelle

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, í Berlín. Þeir ræddu m.a. umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og með hvaða hætti þýska þingið mun fjalla um hana. Westerwelle lýsti stuðningi við aðildarumsókn Íslands og ánægju með skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um Ísland sem birt var í síðustu viku.

Utanríkisráðherra gerði grein fyrir yfir efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fór ítarlega yfir helstu þætti í Icesave-málinu og þær viðræður sem átt hafa sér stað í London. Þá ræddu ráðherrarnir tvíhliða samskipti Íslands og Þýskalands, s.s. viðskiptamál, menningar- og ferðamál, þ. á m. fyrirhugaðan heiðursess Íslands á bókamessunni í Frankfurt á næsta ári.

Utanríkisráðherra átti ennfremur fund með formönnum utanríkis- og evrópumálanefnda þýska þingsins og hitti hóp þýskra þingmanna sem fylgjast með málefnum Íslands.Á öllum þessum fundum fór ráðherra yfir aðildarumsókn Íslands, efnahagsáætlun stjórnvalda og ræddi Icesave-málið ítarlega.

Í gær hitti utanríkisráðherra Michel Barnier sem fer með málefni innri markaðarins í framkvæmdastjórn ESB í Brussel. Ræddu þeir m.a. Icesave-málið, efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og endurreisn íslenska bankakerfisins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum