Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2009 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Finnlandi

Elín Flygenring sendiherra afhenti 12. nóvember, forseta Finnlands Tarja Halonen trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Finnlandi.  Sérstakur fundur sendiherra og forseta Finnlands var haldinn eftir afhendinguna. Áður hafði sendiherra átt fund með utanríkisráðherra Finnlands, Alexander Stubb.

Finnland og Ísland hafa haft með sér stjórnmálasamband síðan 1947. Sendiráð Íslands í Helsinki tók til starfa árið 1997 en Finnar höfðu opnað sendiráð í Reykjavík árið 1982. Finnland er eitt nánasta samstarfsríki Íslands og eiga samskipti landanna á stjórnmála-, viðskipta- og menningarsviðinu sér langa sögu.

Ferðaþjónustan er blómleg og hefur áhugi Finna á ferðum til Íslands aukist mjög mikið, einkum á þessu ári. Beint áætlunarflug er á milli Íslands og Finnlands drjúgan hluta ársins. Finnland er einnig mikilvæg miðstöð ferðamanna á leið til Íslands og Norður Ameríku frá Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi.

Íslenskar bókmenntir hafa löngum notið hylli í Finnlandi og á undanförnum árum hafa að jafnaði komið út 3 til 4 ritverk eftir íslenska höfunda í finnskri þýðingu. Áhugi á annarri íslenskri menningu og hönnun er að aukast í Finnlandi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum