Hoppa yfir valmynd
27. október 2009 Utanríkisráðuneytið

Flutningar á sendiherrum

Benedikt Jónsson hefur tekið við starfi sendiherra í London. Sverrir Haukur Gunnlaugsson verður sérstakur ráðgjafi við sendiráð Íslands í Brussel til áramóta og hefur þá störf sem stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Tekur Sverrir Haukur við því starfi af Kristjáni Andra Stefánssyni, sem kemur heim til starfa í ráðuneytinu.

Elín Flygenring hefur tekið við starfi sendiherra í Helsinki af Hannesi Heimissyni, sem hefur flust til starfa í utanríkisráðuneytinu.

Þórir Ibsen tekur við starfi sendiherra 1. nóvember í París af Tómasi Inga Olrich sem lætur af störfum.

Sturla Sigurjónsson tekur við starfi sendiherra í Kaupmannahöfn um áramót. Svavar Gestsson lætur af störfum frá sama tíma.

Guðmundur Eiríksson mun taka við starfi sendiherra í Nýju Delhi 1.nóvember, en Finnbogi Rútur Arnarson hefur veitt sendiráðinu forstöðu frá því fyrr á þessu ári.

Stefán Skjaldarson hefur tekið við starfi sendiherra í Vín af Sveini Björnssyni, sem lætur af störfum.

Kristín Aðalbjörg Árnadóttir mun taka við starfi sendiherra í Peking. Gunnar Snorri Gunnarsson verður sendiherra í Berlín. Ólafur Davíðsson, sem gegnt hefur starfi sendiherra í Berlín síðustu ár, lætur af störfum. Þessar breytingar miða við áramót.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum