Hoppa yfir valmynd
25. september 2009 Utanríkisráðuneytið

Sendiráð Íslands í Washington flytur í nýtt húsnæði

Sendiráð Íslands í Washington flyst í House of Sweden
Sendirad_WAS_House_of_Sweden

Sendiráð Íslands í Washington flytur um mánaðarmótin í nýtt húsnæði og var af því tilefni haldin athöfn að viðstöddum forseta Íslands í nýjum húsakynnum sendiráðsins í gær.

Hið nýja aðsetur sendiráðsins er í Sænska húsinu í Washington (House of Sweden), en sendiráð Svíþjóðar er einnig þar til húsa.

Sendiráð Íslands í Washington hefur undanfarin fimmtán ár verið í leiguhúsnæði við 15. stræti, en þegar á síðasta ári var ljóst að eigandi þess ætlaði að nýta það sjálfur og framlenging leigusamnings því ekki möguleg.

Flutningur sendiráðsins í Washington í nýtt húsnæði skapar umtalsverð tækifæri til hagræðingar og aukinnar hagkvæmni í rekstri þess. Nýja húsnæðið er talsvert minna en eldri húsakynni, enda hefur fækkað um einn útsendan diplómata í sendiráðinu. Hins vegar mun sendiráðið njóta góðs af fundarsölum og aðstöðu til menningarstarfsemi sem til staðar eru í Sænska húsinu. Ennfremur er flutningurinn í samræmi við þá stefnu Norðurlandanna að sendiráð þeirra erlendis séu í nágrenni hvert við annað.

Nýtt heimilisfang sendiráðs Íslands í Washington verður:

    EMABSSY OF ICELAND
     House of Sweden
     2900 K Street, N.W. # 509
     Washington D.C. 20007
     U.S.A.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum