Hoppa yfir valmynd
21. ágúst 2009 Utanríkisráðuneytið

Yfirlýsing utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna samþykktu eftirfarandi yfirlýsingu eftir fund sinn á Íslandi í dag, 21. ágúst 2009:

Við, utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, lýsum yfir þungum áhyggjum vegna hundruð þúsunda flóttafólks sem eru á vergangi á Srí Lanka.

Við hörmum ólíðandi áframhaldandi ástand mannúðarmála meðal flóttafólksins. Fregnir af flóðum í flóttamannabúðum þar eru einungis fyrirboði þess sem koma skal þegar monsún-rigningartímabilið hefst í september.

Við skorum á stjórnvöld á Srí Lanka að bregðast við ástandi mannúðarmála og að taka tafarlaust þátt, með ábyrgum hætti, í víðtækum samningaumleitunum vegna stjórnmálaástandsins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum