Hoppa yfir valmynd
5. júní 2009 Utanríkisráðuneytið

Fundur Eystrasaltsráðsins í Danmörku 3.-4. júní 2009

Frá fundi Eystrasaltsráðsins í Danmörku 3.-4. júní 2009.
15ministerial_(Small)

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sat fund utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins í Danmörku dagana 3. og 4. þ.m. Eystrasaltsráðið er samvinnuvettvangur Eystrasaltsríkjanna þriggja, Norðurlandanna fimm, Þýskalands, Rússlands,Póllands og Evrópusambandsins.

Í máli ráðherra á fundinum ræddi hann mikilvægi endurnýjanlegra orkugjafa og lagði áherslu á baráttuna gegn mansali. Á fundinum var ákveðið að veita Hvíta Rússlandi, Rúmeníu og Spáni áheyrnaraðild að Eystrasaltsráðinu. Þá var fjallað um ýmsar umbætur á Eystrasaltsráðinu og starfsháttum þess og kveðið á um verkefni næstu misseri í sérstakri yfirlýsingu.

Utanríkisráðherra átti tvíhliða viðræður við starfsbræður sína frá Eystrasaltsríkjunum og Póllandi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum