Hoppa yfir valmynd
20. mars 2009 Utanríkisráðuneytið

Verðlaun afhent í teiknisamkeppni utanríkisráðuneytisins

hopmynd
hopmynd

Sex ungir myndlistarmenn á aldrinum 3-10 ára hlutu í dag verðlaun í teiknisamkeppni utanríkisráðuneytisins fyrir myndir af þróunaraðstoð og útlöndum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti verðlaunin nokkru seinna en ætlað var en samkeppnin var hluti opins húss í ráðuneytinu í ágúst á síðasta ári. Þátttakendurnir settu það þó ekki fyrir sig og stilltu sér upp með ráðherra eftir afhendinguna.

Vinningshafarnir eru:
Einar Örn Steinarsson, Þorbjörg Anna Gísladóttir, Andrea Karítas Árnadóttir, Nína Steingerður Káradóttir, Jón Kristófer Delgado Pálsson og Freyja Védís Garrad.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum