Hoppa yfir valmynd
20. mars 2009 Utanríkisráðuneytið

Aukið samstarf Norðurlandanna rætt á fundi með varnarmálaráðherra Dana

Dómsmálaráðherra, varnarmálaráðherra Danmerkur og utanríkisráðherra
3_a_palli

Loftrýmisgæsla Dana, aukin samvinna Norðurlanda í öryggismálum og samstarf íslensku landhelgis-gæslunnar og danska flotans um leit, eftirlit og björgun á Norðurslóðum voru meðal þeirra mála sem rædd voru á fundi Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Koma Gade tengist loftrýmisgæslu danska hersins, sem stendur yfir fram að mánaðarmótum.

Utanríkisráðherra þakkaði Gade fyrir framlag Dana til loftrýmisgæslu umhverfis Íslands og sagði hana til marks um samstöðu Norðurlandanna. Í því sambandi ræddu Össur og Gade sérstaklega Stoltenberg-skýrsluna svokölluðu sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna kynntu í febrúar sl. og fjallar um nánara samstarf Norður-landanna í öryggis- og varnarmálum. Tillögur Stoltenbergs verða útfærðar nánar og ræddar á næsta fundi norrænna utanríkisráðherra, sem haldinn verður í maí.

Ráðherrarnir þrír ræddu öryggismál á Norðurslóðum, m.a. í tengslum við aukna skipaumferð og nánara samstarf Landhelgisgæslunnar og danska flotans um eftirlit, leit og björgun á Norður-Atlantshafi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum