Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2009 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrar Íslands og Albaníu funda

Utanríkisráðherrar Íslands og Albaníu
Urh_Albaniu_og_Islands

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tók í dag á móti albönskum starfsbróður sínum, Lulzim Basha, en hann heimsótti Íslands til að ræða stækkunarferli Atlantshafsbandalagsins og orkumál. Auk fundarins með utanríkisráðherra heimsótti Basha Alþingi og Landsvirkjun.

Albanía, ásamt Króatíu, vonast til þess að verða fullgild aðildarríki að NATO fyrir leiðtogafund bandalagsins í apríl næstkomandi en fyrir tæpu ári tóku leiðtogar NATO-ríkja þá ákvörðun að bjóða ríkjunum aðild að bandalaginu. Þann 9. júlí s.l. undirritaði Albanía aðildarsamninga við aðildarríkin 26 og stendur nú yfir fullgildingarferli þeirra. Tuttugu af 26 aðildarríkjum hafa lokið þingmeðferð. Á fundinum upplýsti Össur starfsbróður sinn um stöðu mála hérlendis, en hann lagði á þriðjudag fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um staðfestingu tveggja viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Albaníu og Króatíu.

Á fundinum ræddu ráðherrarnir ennfremur stöðu smáþjóða og orkumál og hvatti Össur Albani til að nýta sér þekkingu Íslendinga á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum