Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2009 Utanríkisráðuneytið

IRENA - alþjóðleg stofnun um orkumál

Fulltrúar 120 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sátu í dag í Bonn í Þýskalandi stofnfund nýrrar alþjóðastofnunar um endurnýjanlega orku, IRENA (International Renewable Energy Agency). Ólafur Davíðsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, undirritaði stofnsamninginn fyrir hönd Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra.

IRENA er ætlað að efla þróun hreinna og endurnýjanlegra orkulinda og stuðla að því að þróunarlönd öðlist tækniþekkingu á því sviði, sem og að greiða fyrir fjárfestingum í virkjun og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Rekstur jarðhitadeildar Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi verður áfram eitt helsta framlag Íslands til að miðla þekkingu á þessu sviði til þróunarríkja.

Gert er ráð fyrir að þegar fram líða stundir starfi fjöldi sérfræðinga og ráðgjafa hjá IRENA og þar skapist vettvangur fyrir íslensk orkufyrirtæki og störf fyrir íslenska sérfræðinga, einkum á sviði jarðhitanýtingar. Samstarfsnefnd utanríkisráðuneytisins, iðnaðar- og orkumálaráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins mun undirbúa þátttöku Íslands í starfi hinnar nýju stofnunar.

Hér fylgir ávarp utanríkisráðherra, sem Ólafur Davíðsson, sendiherra flutti (á ensku).



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum