Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2009 Utanríkisráðuneytið

Ferðamenn til Bandaríkjanna sæki um rafræna ferðaheimild

Utanríkisráðneytið minnir þá sem hyggja á för til Bandaríkjanna á að frá og með deginum í dag þarf að sækja um rafræna ferðaheimild (ESTA). Hún mun koma í stað I94W-eyðublaðsins, sem afhent hefur verið í flugvélum á leið til Bandaríkjanna.

Rafræna umsóknin er í flestu sambærileg græna eyðublaðinu og tekur fáeinar mínútur að ljúka skráningu. Í flestum tilvikum berst svar við umsókninni innan tveggja mínútna. Þurfi lengri tíma til að skoða umsóknina berst svar innan 72 klukkustunda. Því er mælt með að umsækjendur sæki um heimildina þremur sólarhringum fyrir áætlaðan brottfarartíma.

Rafræna leiðin gildir í tvö ár svo fremi sem vegabréf viðkomandi er gilt. Fyrir hverja ferð þarf að uppfæra upplýsingar um brottfararstað, flugnúmer og heimilisfang í Bandaríkjunum.

Sótt er um rafrænu ferðaheimildina á netfanginu: https://esta.cbp.dhs.gov

Allar frekari upplýsingar um rafrænu ferðaheimildina og vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna er að fá hjá sendiráði Bandaríkjanna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum