Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2008 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra Færeyja heimsækir starfsystur sína

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jørgen Niclasen
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jørgen Niclasen

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra færði færeyskum starfsbróður sínum, Jørgen Niclasen, þakkir Íslendinga fyrir lánveitingu Færeyinga á blaðamannafundi sem þau áttu í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Niclasen svaraði því til að að Færeyingar teldu það sjálfsagt að rétta Íslendingum hjálparhönd nú, enda hafi Íslendingar stutt við bakið á Færeyingum í bankakreppunni með aukningu kvóta.

Utanríkisráðherrarnir áttu fyrr í dag fund þar sem farið var vítt og breitt yfir samskipti landanna. Þar ber hæst framkvæmd og þróun fríverslunarsamnings Íslands og Færeyja, Hoyvíkursamningsins, en tvö ár eru liðin eru frá gildistöku hans. Þá var rætt um gjaldeyrislán Færeyja til Íslands, stöðuna í efnahagsmálum og samstarf landanna, auknar loðnuheimildir Færeyinga hér við land, Hatton Rockall málið og ósk Færeyinga um aðild að EFTA en Íslendingar hafa talað mál Færeyinga á þeim vettvangi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum