Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2008 Utanríkisráðuneytið

Tvísköttunarsamningur við Ítalíu öðlast gildi

Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Ítalíu öðlaðist gildi 14. október sl. og kemur til framkvæmda 1. janúar 2009. Búist er við að samningurinn, sem kemur í veg fyrir tvísköttun á tekjur og eignir, auðveldi viðskipti milli landanna.

Meginefni samningsins er að báðum ríkjum er heimilt að halda eftir afdráttarskatti að tilteknu hámarki af þeim tekjum sem greiddar eru úr öðru landinu til skattborgara í hinu ríkinu að vaxtatekjum undanþegnum. Síðarnefnda ríkið skuldbindur sig hins vegar til að veita þeim, sem skatturinn var dreginn af, skattafslátt sem svarar til þess skatts sem þegar hefur verið greiddur í fyrrnefnda ríkinu. Hámark afdráttarskatts samkvæmt samningnum er 5% á þóknanir en 5% eða 15% á arð og aðra hagnaðarhlutdeild eftir því hvernig eignaraðild er háttað.

Ítalía er 36. ríkið sem Ísland gerir tvísköttunarsamning við. Nánari upplýsingar um gildandi samninga er að finna á heimasíðu fjármálaráðuneytisins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum