Hoppa yfir valmynd
14. október 2008 Utanríkisráðuneytið

Upplýsingamiðstöð fyrir almenning, fyrirtæki og fjölmiðla

Vegna þeirra erfiðleika sem nú ríkja í íslensku fjármálalífi hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að opna upplýsingamiðstöð fyrir almenning, fyrirtæki og fjölmiðla, innanlands sem utan.

Miðstöðinni er ætlað að taka á móti fyrirspurnum í síma eða með tölvupósti sem beint er til íslenskra stjórnvalda og varða þær aðstæður sem nú ríkja. Miðstöðin tekur á móti fyrirspurnum og ýmist svarar þeim eða vísar þeim til viðeigandi stofnana.

Fjölmiðlamiðstöðin, sem sett var upp á dögunum og starfað hefur í Miðbæjarskólanum, mun starfa áfram meðan þörf krefur og verður fyrirspurnum fjölmiðla beint þangað. Þjónustu- og upplýsinganet, sem rekið hefur verið af félags- og tryggingamálaráðuneytinu verður rekið áfram, samtengt upplýsingamiðstöðinni, á vefslóðinni: felagsmalaraduneyti.is/upplysingar.

Hægt er að ná sambandi við upplýsingamiðstöðina í síma 545 8950 eða í grænu símanúmeri 800 1190 milli 9 og 17 alla virka daga. Einnig er hægt að beina fyrirspurnum til miðstöðvarinnar í tölvupósti á netfangið: [email protected].



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum