Hoppa yfir valmynd
19. júní 2008 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Kasakstan

Þann 17. júní sl.afhenti Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, Kanat Saudabaev, skrifstofustjóra forsetaembættisins í Kasakstan, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Kasakstan með aðsetur í Moskvu. Benedikt Ásgeirsson ræddi einnig við Kairat Sarybay, varautanríkisráðherra, og embættismenn í utanríkisráðuneytinu um tvíhliða samskipti Íslands og Kasakstan, einkum möguleikana á auknum viðskiptum og efnahagssamvinnu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum