Hoppa yfir valmynd
4. júní 2008 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Ítalíu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Franco Frattini
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Franco Frattini

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu ræddu m.a. mikilvægi þess að fullgilda tvísköttunarsamning landanna á fundi sem þau áttu í Róm í dag. Kvaðst Frattini myndu beita sér fyrir fullgildingu samningsins en Íslendingar hafa þegar fullgilt hann.

Önnur viðskiptamál landanna voru á dagskrá fundarins, auk þess sem ráðherrarnir ræddu framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og málefni EES og þróunarsjóðs EFTA.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum