Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2008 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Georgíu

Þann 24. þ.m. afhenti Benedikt Ásgeirsson, sendiherra, Mikheil Saakashvili, forseta Georgíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Georgíu með aðsetur í Moskvu. Benedikt Ásgeirsson ræddi einnig við varautanríkisráðherra og embættismenn í utanríkisráðuneytinu um tvíhliða samskipti Íslands og Georgíu og alþjóðleg málefni. Þá hitti hann varaviðskiptaráðherrann og ræddi möguleikana á að auka viðskipti milli ríkjanna. Jafnframt ræddi hann við yfirmann skrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Tíblisi og heimsótti dótturfyrirtæki Actavis þar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum