Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2008 Utanríkisráðuneytið

Fjárfestingasamningur undirritaður í Kaíró

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og Dr. Mahmoud Mohieddin fjárfestingaráðherra Egyptalands skrifa undir fjárfestingasamning ríkjanna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og Dr. Mahmoud Mohieddin fjárfestingaráðherra Egyptalands skrifa undir fjárfestingasamning ríkjanna

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 6/2008

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, undirritaði í dag í Kaíró gagnkvæman fjárfestingasamning Íslands og Egyptalands. Samningurinn er gerður í framhaldi af fríverslunarsamningi EFTA og Egyptalands sem gekk í gildi 1. ágúst 2007 eftir um 10 ára samningaviðræður.

Utanríkisráðherra hefur hefur í dag hitt að máli Mohamed Rashid viðskipta- og iðnaðarráðherra og Mahmoud Mohieddin fjárfestingaráðherra og situr fund og kvöldverð með Ahmed Abdoul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum