Hoppa yfir valmynd
17. desember 2007 Utanríkisráðuneytið

Ísland tilkynnir fjórar milljónir Bandaríkjadala í París

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 139/2007

Íslendingar taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagslegan stuðning við Palestínu sem fram fer í París í dag. Ráðstefnan er haldin í framhaldi af friðarviðræðunum í Annapolis í nóvember og er markmiðið að styðja við bakið á tveggja ára umbóta- og þróunaráætlun heimastjórnar Palestínumanna.

Utanríkisráðuneytið hefur undanfarna mánuði unnið samkvæmt sérstakri framkvæmdaáætlun um Mið-Austurlönd sem samþykkt var í ríkisstjórn og rædd í utanríkismálanefnd eftir ferð utanríkisráðherra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til Mið-Austurlanda í júlí. Í París í dag tilkynnti Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggismála, sem sækir fundinn fyrir Íslands hönd, framlag Íslands sem nemur fjórum milljónum Bandaríkjadala á næstu þremur árum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum