Hoppa yfir valmynd
17. desember 2007 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands við Tonga

Stofnun stjórnmálasambands við Tonga
Stofnun stjórnmálasambands við Tonga

Fastafulltrúar Íslands og Tonga hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Fekitamoeloa 'Utoikamanu, undirrituðu í New York, föstudaginn 14. desember sl. yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Tonga er eina konungsríkið í Eyjaálfu, íbúarnir eru ríflega 100 þúsund og a.m.k. jafnmargir eru búsettir erlendis. Eyjarnar sem tilheyra Tonga eru 169 talsins, þar af 36 byggðar, og eru þær um 750 ferkílómetrar samtals.

Fastafulltrúarnir ræddu á fundi sínum möguleika á samstarfi ríkjanna, fyrst og fremst á sviði sjávarútvegs.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum