Hoppa yfir valmynd
4. desember 2007 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra, afhenti í dag 4. desember 2007, Mahinda Rajapaksa, forseta Sri Lanka, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Sri Lanka með aðsetur í Nýju Delí.

Að athöfninni lokinni ræddu forseti og sendiherra um samskipti ríkjanna, einkum samstarf þeirra á sviði sjávarútvegs. Einnig notaði sendiherra tækifæri til að víkja að þátttöku íslenskra friðargæsluliða í störfum friðareftirlitssveitanna á Sri Lanka (SLLM).

Í tengslum við afhendinguna ræddi sendiherra einnig við utanríkisráðherra Sri Lanka, Rohitha Bogollagama, m.a. um ástandið á Sri Lanka og friðarhorfur.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum