Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2007 Utanríkisráðuneytið

Útgáfa íslenskra vegabréfa erlendis

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 125/2007

Með tilkomu rafrænna vegabréfa hefur móttaka umsókna um íslensk vegabréf utan Íslands einungis farið fram í sendiráðunum í Washington, London, Berlín, Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Ljóst er að takmarkaður fjöldi og staðsetning móttökustöðva getur haft talsverð óþægindi í för með sér fyrir Íslendinga sem dvelja erlendis. Því hefur utanríkisráðuneytið nú fengið til umráða færanlega móttökustöð sem fyrst um sinn verður samkvæmt sérstakri áætlun borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins nýtt til móttöku umsókna á þeim sendiskrifstofum þar sem móttökustöðvar eru ekki til staðar.

Fyrsta sendiskrifstofan til að bjóða uppá tímabundna móttöku umsókna verður sendiráð Íslands í Moskvu. Dagana 3. til 7. desember mun sendiráðið geta móttekið umsóknir um íslensk vegabréf á opnunartíma sendiskrifstofurnar. Einnig geta þeir sem ekki eiga hægt um vik á virkum dögum pantað tíma hjá sendiráðinu og sótt um vegabréf sunnudaginn 2. desember eða laugardaginn 8. desember.

Nánari upplýsingar veitir borgarþjónusta utanríkisráðuneytisins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum