Hoppa yfir valmynd
30. október 2007 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Albert Jónsson afhenti 24. október 2007 forseta Mexíkó, Felipe Calderon, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Mexíkó með aðsetur í Washington D.C. Athöfnin fór fram í þjóðarhöllinni í Mexíkóborg. Að henni lokinni ræddu forsetinn og sendiherra um samskipti Íslands og Mexíkó, einkum leiðir til að auka viðskipti milli landanna. Einnig var rætt um mögulegt samstarf í orku- og sjávarútvegsmálum og hafði forsetinn mikinn áhuga á að það kæmist á.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum