Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2007 Utanríkisráðuneytið

Nýr sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins

Gréta Gunnarsdóttir
Gréta Gunnarsdóttir

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 90/2007

Ákveðið hefur verið að Gréta Gunnarsdóttir taki við starfi sviðsstjóra alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins og kemur hún til starfa í byrjun október. Hún tekur við starfinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem tók í sumar við starfi aðstoðarframkvæmdastjóra Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, í Brussel.

Gréta Gunnarsdóttir hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá 1988 og hefur víðtæka reynslu af starfi hjá alþjóðastofnunum og innan ráðuneytisins. Hún starfaði fyrst í ráðuneytinu á alþjóðaskrifstofu og viðskiptaskrifstofu áður en hún fluttist til Brussel 1991 og tók þátt í samningaviðræðunum um Evrópska efnahagssvæðið. Þaðan fluttist hún til stjórnmáladeildar NATO þar sem hún starfaði í fjögur ár. Hún var sendifulltrúi á alþjóðaskrifstofu í ráðuneytisins í þrjú ár, varafastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York 2000-2004, staðgengill sendiherra í Brussel 2004-2005 en hefur síðustu tvö ár gegnt yfirmannsstöðu hjá UNWRA, flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna við Palestínu og verið búsett í Jerúsalem.

Gréta er fædd 1960. Hún lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1986 og LLM prófi í þjóðarétti frá New York University 1988. Hún er heiðursfélagi UNIFEM á Íslandi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum