Hoppa yfir valmynd
10. ágúst 2007 Utanríkisráðuneytið

Opnun sendiráðs Indlands á Íslandi

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 85/2007

Indverska ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær, 9 ágúst, að opna sendiráð Indlands á Íslandi. Dagsetning opnunar sendiráðsins bíður nánari ákvörðunar.

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur ritað starfsbróður sínum, Pranab Mukherjee, bréf, þar sem hún fagnar þessum mikilvæga áfanga í samskiptum ríkjanna sem hafa farið vaxandi undanfarin ár. Ráðherra lýsti í bréfi sínu yfir sérstökum vilja til þess að efla samstarf og samskipti á margvíslegum sviðum sem geti orðið til þess að styrkja stöðu beggja ríkjanna.

Sendiráð Íslands á Indlandi var opnað í Nýju Delí þann 26. febrúar 2006.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum