Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2007 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfa

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, og Girma Woldegiorgis, forseti Eþíópíu
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, og Girma Woldegiorgis, forseti Eþíópíu

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, afhenti 12. apríl sl. forseta Eþíópíu, HE Girma Woldegiorgis, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Eþíópíu með aðsetur í Pretoríu.

Ennfremur átti sendiherra fundi með utanríkisráðherra, dr. Takeda Alenu, og orkumálaráðherra landsins, Sinknesh Ejigu.

Sama dag afhenti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, Patrick Mazimhaka, varaformanni Afríkusambandsins, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Afríkusambandinu í höfuðstöðvum sambandsins í Addis Ababa. Var þar m.a. rætt um framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, orkumál og ýmis málefni Afríku.

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, og Patrick Mazimhaka, varaformaður Afríkusambandsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra,
og Patrick Mazimhaka, varaformaður Afríkusambandsins

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, og Girma Woldegiorgis, forseti Eþíópíu
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, og Girma Woldegiorgis, forseti Eþíópíu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum