Hoppa yfir valmynd
18. maí 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 043, 18. maí 1999. Ellefti fundur EES-ráðsins

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________


Nr.043

Í dag var haldinn ellefti fundur EES-ráðsins í Brussel. Í EES-ráðinu sitja utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins ásamt fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sat fundinn fyrir Íslands hönd.
Í yfirlýsingu fundarins kemur fram að framkvæmd EES-samningsins gangi vel. Þar er jafnframt lýst yfir sameiginlegum skilningi aðilanna á áframhaldandi greiðslum EFTA/EES-ríkjanna til þróunarsjóðs EFTA. Þá áréttuðu aðilarnir mikilvægi þess að EFTA/EES-ríkin væru upplýst um gang samningaviðræðna ESB við ný aðildarríki.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, gerði að umtalsefni ósk Íslands og Noregs um aðild að Upplýsingamiðstöð ESB um fíkniefni, sem gegnir mikilvægu hlutverki í stefnumörkun aðildarríkja ESB varðandi fíkniefnamál og almennu forvarnarsamstarfi á því sviði. Þá vísaði utanríkisráðherra til þess að ekki væri í raun full fríverslun með sjávarafurðir sem EFTA/EES-ríkin flyttu inn til aðildarríkja ESB. Lagði utanríkisráðherra til að kannaðar yrðu leiðir til að bæta markaðsaðgang með sjávarafurðir innan Evrópska efnahagssvæðisins. Jafnframt fagnaði utanríkisráðherra undirritun Brussel-samningsins um áframhaldandi þátttöku Íslands og Noregs í Schengen-samstarfinu sem markaði mikilvægt spor í samstarfi Evrópuríkja.
Í tengslum við fund ráðsins var haldinn sérstakur fundur ráðherra EES-ríkjanna þar sem skipst var á skoðunum um pólitísk málefni. Til umræðu var ástandið í Kosovo, málefni Rússlands og sameiginlegt öryggiskerfi fyrir Evrópu.


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 18. maí 1999.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum