Hoppa yfir valmynd
16. mars 2007 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra veitir ABC-barnahjálp styrk til landakaupa

Frá athöfninni í Melaskóla
Frá athöfninni í Melaskóla

Í dag lauk söfnuninni "Börn hjálpa börnum 2007" sem er í samvinnu við ABC-hjálparstarf sem nærri 3000 nemendur, í um 150 bekkjum í 105 skólum á öllu landinu, tóku þátt í. Söfnunin hefur staðið frá 15. febrúar.

Safnað var fyrir skólum og heimavistum fyrir börn í Pakistan og Kenýa. Gríðarleg aðsókn er því að ABC-skólunum og er mikill fjöldi barna á biðlista eftir skólagöngu. Skólavistin í ABC-skólunum er ókeypis og börnin fá skólabúninga, öll námsgögn, læknishjálp og heita máltíð hvern skóladag, auk góðrar kennslu án endurgjalds. Íslenskir stuðningsaðilar sem taka að sér að styrkja börn í Pakistan greiða kostnaðinn við menntun barnanna, framfærslu og læknishjálp.

Utanríkisráðuneytið mun styrkja ABC-hjálparstarfið um 12 milljónir króna til að kaupa land undir þá skóla sem safnað var fyrir í Pakistan.

Valgerður Sverrrisdóttir tilynnti um styrkinn við hátíðlega athöfn í Melaskóla en þar afhentu nemendur starfsmönnum ABC-söfnunarbauka sína.



Frá athöfninni í Melaskóla
Frá athöfninni í Melaskóla

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum