Hoppa yfir valmynd
22. janúar 1999 Utanríkisráðuneytið

Nr. 004, 22. janúar 1999: Styrkir í tilefni af fimmtíu ára afmæli Atlantshafsbandalagsins.

Fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu



Nr. 004

Svo sem kunnugt er heldur Atlantshafsbandalagið upp á fimmtíu ára afmæli sitt á þessu ári. Þess verður minnst með margvíslegum hætti á vettvangi bandalagsins og í aðildarríkjum þess.

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins verður haldinn 23.-25. apríl nk. í Washington, m.a. til að minnast þess, að 4. apríl 1949 var bandalagið stofnað þar í borg með undirritun Atlantshafssáttmálans.

Á fundi sínum sl. þriðjudag ákvað ríkisstjórnin að veita tveimur milljónum króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé til að styrkja rannsóknir á sviði öryggis- og varnarmála með sérstöku tilliti til Íslands og Atlantshafsbandalagsins.

Auglýst verður eftir umsóknum í nafni ríkisstjórnarinnar, en á vegum menntamálaráðherra er verið að ganga frá reglum um umsóknir og úthlutun.


Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 22. janúar 1999.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum