Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2000 Utanríkisráðuneytið

Nr. 008, 7. febrúar 2000. Opinber heimsókn Guido Venturoni, formanns hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins til Íslands.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________



Nr. 008


Guido Venturoni, formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, kemur í opinbera heimsókn til Íslands 7.-8. febrúar í boði Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra.

Formaður hermálanefndar tók við embættinu í maí síðastliðnum og heimsókn hans til Íslands nú er hluti af kynnisferðum hans til allra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins.

Formaður hermálanefndar mun eiga fundi með Davíð Oddssyni, forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, og jafnframt sitja fund utanríkismálanefndar Alþingis. Hann mun einnig heimsækja varnarstöð Atlantshafsbandalagsins í Keflavík.

Æviágrip Guido Venturoni, formanns hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, er hjálagt ásamt upplýsingum um verksvið hans.




- SCAN1295.TIF





Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 7. febrúar 2000.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum