Hoppa yfir valmynd
14. desember 2006 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands við Búrúndí

Stofnun stjórnmálasambands við Búrúndí
Stofnun stjórnmálasambands við Búrúndí

Fastafulltrúar Íslands og Búrúndí hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Joseph Ntakirutimana, undirrituðu í New York, fimmtudaginn 14. desember, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Búrúndí er í Mið-Afríku og á landamæri að Rúanda í norðri, Tansaníu í suðri og austri og Lýðveldinu Kongó í vestri. Landið byggja um það bil 7 milljónir íbúa. Búrúndí er fyrrum nýlenda Belgíu og öðlaðist sjálfstæði árið 1962. Í Búrúndí hefur geisað borgarastyrjöld frá árinu 1993 á milli þjóðarbrota hútúa og tútsímanna en skrifað var undir samkomulag um vopnahlé í september 2006.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum