Hoppa yfir valmynd
6. desember 2006 Utanríkisráðuneytið

Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Japans

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra ásamt Taro Aso utanríkisráðherra Japans
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra ásamt Taro Aso utanríkisráðherra Japans

Í dag hófst opinber heimsókn Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra til Japans en tilefni hennar er 50 ára afmæli stjórnmálasambands ríkjanna. Átti utanríkisráðherra m.a. hádegisverðarfund með utanríkisráðherra Japans, Taro Aso, þar sem rædd voru tvíhliða samskipti ríkjanna og möguleikar á gerð tvíhliða viðskiptasamninga, s.s. fríverslunar-, tvísköttunar- og loftferðasamninga. Einnig voru ræddir sameiginlegir hagsmunir ríkjanna á sviðum alþjóðamála, umhverfismála og hvalveiða. Þá fóru ráðherrarnir yfir sameiginlegar áherslur ríkjanna varðandi endurbætur á stjórnkerfi S.þ. og framboð Íslands til setu í öryggisráði S.þ. Einnig ræddu ráðherrarnir möguleika á auknu samstarfi Japans og Atlantshafsbandalagsins.

Þá átti utanríkisráðherra í morgun fund með Yoshio Mochizuki aðstoðarsamgönguráðherra Japans þar sem m.a. var rætt hvernig fjölga mætti japönskum ferðamönnum til Íslands og gerð tvíhliða loftferðasamnings milli ríkjanna. Utanríkisráðherra lagði til að haldinn yrði fundur embættismanna um þau mál hið fyrsta.

Í gær lauk heimsókn utanríkisráðherra til Kína. Var ráðherra m.a. viðstödd opnun nýrrar skrifstofu Glitnis í Sjanghæ ásamt því að ávarpa ráðstefnu fyrirtækisins um viðskiptatækifæri í Kína. Við sama tækifæri var formlega stofnaður samstarfsvettvangur íslenskra fyrirtækja í Kína, en sendiráð Íslands í Peking hafði veg og vanda af undirbúningi þess viðburðar.

Á morgun á utanríkisráðherra fundi með vinafélagi Íslands á japanska þinginu, rektor háskóla Sameinuðu þjóðanna og aðstoðarviðskiptaráðherra Japans. Annað kvöld verður ráðherra gestgjafi í hátíðarmótttöku í tilefni 50 ára afmælis stjórnmálasambands landanna.



Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra ásamt Taro Aso utanríkisráðherra Japans
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra ásamt Taro Aso utanríkisráðherra Japans

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum