Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2006 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, afhenti í dag, 14. nóvember, Hu Jintao, forseta Kína, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kína með aðsetur í Beijing. Forseti Kína fagnaði við það tækifæri auknu samstarfi ríkjanna að fríverslun, nýtingu jarðhita og á sviði sjávarútvegs. Rætt var um vaxandi umsvif íslenskra fyrirtækja í Kína og eflingu samskipta ríkjanna tveggja. Sendiherra átti ennfremur  fund með utanríkisráðherra Kína, Li Zhaoxing.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum