Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2006 Utanríkisráðuneytið

Undirritun tvísköttunarsamnings í Úkraínu

Frá undirritun tvísköttunarsamningsins
Frá undirritun tvísköttunarsamningsins

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 082

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra undirritaði í gær, ásamt Mykola Azarov fjármálaráðherra Úkraínu, tvísköttunarsamning milli landanna en með slíkum samningi er komið í veg fyrir tvísköttun og undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir.

Í kjölfarið átti utanríkisráðherra fund með Oleksondr Moroz, forseta úkraínska þingsins. Ræddu þau m.a. tvíhliða samskipti Íslands og Úkraínu, breytingar á úkraínsku stjórnarkerfi og umbætur sem orðið hafa á því. Jafnframt ræddu þau áform Úkraínu um aðild landsins að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og möguleika á fríverslunarsamningi á milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu. Þá voru viðraðir möguleikar þess að koma á nánara sambandi milli Alþingis Íslendinga og þings Úkraínu (Rada).

Síðdegis flaug utanríkisráðherra til borgarinnar Lviv í vesturhluta Úkraínu og átti fundi með borgarstjóra Lviv-borgar og héraðsstjóra svæðisins. Í framhaldi af þeim fundi hélt ráðherra ávarp á viðskiptaráðstefnu í Lviv, en með í för ráðherra er viðskiptasendinefnd yfir 20 fyrirtækja á vegum Útflutningsráðs.

Í morgun heimsótti ráðherra höfuðstöðvar Lviv bankans, sem er í eigu MP fjárfestingabanka.

Opinberri heimsókn utanríkisráðherra í Úkraínu lýkur í dag.



Frá undirritun tvísköttunarsamningsins
Frá undirritun tvísköttunarsamningsins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum