Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2006 Utanríkisráðuneytið

Viðbótarframlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar í Líbanon

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 050

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að veita viðbótarframlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar í Líbanon sem nemur 14,2 milljónum króna (200.000 Bandaríkjadölum), en utanríkisráðherra veitti í lok júlí sl. 10 milljónum króna til aðstoðar íbúum Líbanons vegna stríðsátakanna þar í landi. Framlagið núna skiptist jafnt á milli Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóða Rauða krossins.

Samkvæmt upplýsingum frá S.þ. hafa nú meira en 1.000 manns látið lífið í átökunum í Líbanon og yfir 3.000 manns særst, flestir óbreyttir borgarar. Áætlað er að rúmlega 900.000 manns séu á flótta og/eða heimilislausir vegna átakanna, þar af 700.000 manns innan landamæra Líbanons.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum