Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2006 Utanríkisráðuneytið

Nýtt vefsetur fastanefndar Íslands í Genf

Vefsetur sendiráðs Íslands í Brussel
Vefsetur sendiráðs Íslands í Brussel - www.iceland.org/be

Fastanefnd Íslands í Genf tók til starfa 1. mars 1970 samhliða aðild Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Fastanefndin fer með fyrirsvar Íslands gagnvart EFTA og hinum fjölmörgu alþjóðastofnunum sem hafa aðsetur í Genf.

Alþjóðaviðskipti skipa afar stóran sess í starfi fastanefndarinnar, bæði vegna yfirstandandi samningalotu (Doha) Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og eins vegna fríverslunarviðræðna EFTA við önnur ríki. Utanríkisþjónustan nýtur fulltingis hlutaðeigandi ráðuneyta í þessum samningaviðræðum en í flestum tilvikum annast fastanefndin samræmingu og daglega stjórn samningaviðræðna í samráði við viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, ráðuneytisstjóra og ráðherra.

Sameinuðu þjóðirnar eru með fjölbreytta starfsemi í Genf en mannréttinda- og mannúðarmál er mikilvægur þáttur í starfsemi fastanefndarinnar. Fastanefndin leggur sérstaka áherslu á þessa málaflokka og vinnur þar að markmiðum Íslands í samstarfi við alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og í góðu samráði við fastanefnd Íslands í New York.

Þátttaka Íslands í starfi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og Alþjóðahugverkaréttarstofnunarinnar er einnig mikilvægur hluti af starfsemi fastanefndarinnar auk þess sem hún sinnir eftir föngum starfi í hinum fjölmörgu öðru alþjóðastofnunum sem undir hana heyra.

Fastanefndin er að auki Sendiráð Íslands gagnvart Slóveníu.

Nýtt vefsetur fastanefndarinnar - www.iceland.org/efta/ - er á tveimur tungumálum - ensku og íslensku - og hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um starfsemi fastanefndarinnar auk mikils upplýsingaefnis um Ísland.



Vefsetur sendiráðs Íslands í Brussel
Vefsetur sendiráðs Íslands í Brussel - www.iceland.org/be

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum