Hoppa yfir valmynd
21. mars 2006 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra fundar með utanríkisráðherra Frakklands

Geir H. Haarde ásamt Philippe Douste-Blazy utanríkisráðherra Frakkalnds í París í dag.
Geir H. Haarde ásamt Philippe Douste-Blazy utanríkisráðherra Frakkalnds í París í dag.

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 018

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, er í vinnuheimsókn í París í boði Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherrra Frakklands og áttu þeir í dag hádegisverðarfund.

Á fundinum var rætt um tvíhliða samskipti ríkjanna einkum á sviði viðskipta, menningar- og ferðamála, vísinda- og skólamála. Einnig ræddu ráðherrarnir margvísleg alþjóðamál, m.a. málefni ESB, stækkun sambandsins og stöðuna í stjórnarskrármálinu, sem og framtíð og verkefni NATO á sviði friðargæslu. Þá fóru þeir yfir ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, stöðu mála í Afganistan og Írak sem og vandamál tengd stefnu Írans í kjarnorkumálum.

Ráðherrarnir ræddu einnig þá stöðu sem upp er komin í varnarmálum á Íslandi og gerði Geir H. Haarde starfsbróður sínum ítarlega grein fyrir málinu. Einnig var rætt um umbætur á starfsemi Sameinuðu þjóðanna og framboð Íslands til öryggisráðsins fyrir árin 2009 – 2010.

Í kvöld flytur ráðherra ræðu í kvöldverði sem Fransk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir og verður ræðan aðgengileg á vef utanríkisráðuneytisins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum