Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2006 Utanríkisráðuneytið

Ávarp utanríkisráðherra á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna

Nr. 004

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Utanríkisráðherra ávarpaði í dag ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um Afganistan í London. Þar er fjallað um nýjan sáttmála um Afganistan (Afghanistan Compact) sem setur ramma um samstarf afganskra stjórnvalda, Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um uppbyggingu landsins til næstu fimm ára. Í sáttmálanum er ítrekaður vilji aðila til að stuðla að uppbyggingu samfélags sem tryggi afgönskum þegnum frið og öryggi, þar sem ríkir stjórnfesta og farið er að lögum, þar sem mannréttindi allra eru tryggð jafnframt því sem efnahagsleg og félagsleg velferð ríkir.

Í ávarpi sínu ítrekaði ráðherra stuðning Íslands við uppbygginguna í Afganistan. Hann skýrði frá þátttöku Íslands í uppbyggingasveitum alþjóðafriðargæsluliðs ISAF í Chagcharan í V-Afganistan og greindi jafnframt frá ákvörðun um að senda sérstakan ráðgjafa til samgönguráðuneytis Afganistan til að sjá um að hrinda í framkvæmd áætlun sem íslensk stjórnvöld gerðu að beiðni afganskara stjórnvalda og Atlantshafsbandalagsins um að færa alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í hendur heimamanna á næstu 3-4 árum. Gert er ráð fyrir að þessi ráðgjafi hefji störf um mánaðamótin febrúar/mars. Ennfremur greindi hann frá því að ákveðið hefði verið að senda fulltrúa til starfa á skrifstofu sérstaks fulltrúa framkvæmdastjóra atlantshafsbandalagsins gagnvart afgönskum stjórnvöldum og að ákveðið hefði verið að senda 6 menn til starfa á alþjóðaflugvellinum í Kabúl.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum