Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2005 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Ólafur Davíðsson afhenti í gær, 15. nóvember, forseta Króatíu, Stjepan Mesic, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Króatíu með aðsetur í Berlín. 

Forsetinn lýsti yfir áhuga króatískra stjórnvalda á að auka samskipti við Ísland á sviði viðskipta og stjórnmála.  Nú þegar er nokkur ferðamannastraumur frá Íslandi til Króatíu en á fjórða þúsund íslenskir ferðamenn ferðuðust þangað á síðasta ári.   Í kjölfarið þess að nú hefur verið undirritaður loftferðasamningur milli landanna,  má búast við auknum ferðamannastraum milli landanna. Í Króatíu ríkir sérstakur hlýhugur og velvilji  í garð Íslendinga sem voru fyrstir þjóða til að viðurkenna stjálfstæði landsins í árslok 1991. Ísland og Króatía tóku upp stjórnmálasamband í júní 1992.  Króatía sækist eftir aðild að NATO og gerðist aðili að friðarsamstarfi bandalagsins (PfP) árið 2000 og vinnur frá árinu 2002 einnig innan aðgerðaáætlunar NATO (MAP).  Króatía er annað af fyrrum sambandslöndum Júgóslavíu til að sækja um aðild að Evrópusambandinu á eftir Slóveníu, og samþykkti ESB formlega í október sl. að  aðildarviðræður gætu haldið áfram. 

Ólafur Davíðsson átti einnig fundi með Fr. Kolinda Grabar-Kitarovic, utanríkisráðherra Króatíu, hr. Damir Kusen, aðstoðarráðherra á sviði öryggis- og evrópumála,  með skrifstofustjórum nokkurra helstu skrifstofa ráðuneytisins, svo og með forseta þingsins og ýmsum öðrum aðilum í Zagreb.  



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum