Hoppa yfir valmynd
2. september 2005 Utanríkisráðuneytið

Nýtt vefsetur í París

Vefsetur sendiráðsins í París
Vefsetur sendiráðsins í París

Opnað hefur verið nýtt vefsetur sendiráðsins í París og er þetta sjöunda vefsetrið sem opnað er í nýju vefumhverfi sendirskrifstofa Íslands. Vefsetrið er á þremur tungumálum - frönsku, íslensku og ensku - og hefur að geyma upplýsingar um sendiráðið og þjónustu auk mikils magns almenns upplýsingaefnis um Ísland.

Sendiráð Íslands í París var opnað þann 10. janúar árið 1946. Sendiráðið þjónar Frakklandi og fimm öðrum ríkjum, þ.e. Andorra, Ítalíu, Portúgal, San Marínó og Spáni.

Sendiráðið er jafnframt fastanefnd Íslands gagnvart Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

Hlutverk sendiráðsins er að veita þjónustu við Íslendinga í umdæmisríkjunum og gæta hagsmuna Íslands, einkum á sviði utanríkis-, viðskipta- og menningamála.



Vefsetur sendiráðsins í París
Vefsetur sendiráðsins í París

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum