Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2005 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Hinn 28. apríl afhenti Hjálmar W. Hannesson Sir Daniel Williams, landsstjóra Grenada, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Grenada með aðsetur í New York.

Í viðræðum við landsstjórann, ráðherra í ríkissjórn landsins, þingmenn og embættismenn kom fram áhugi á samvinnu við Íslendinga á sviði sjávarútvegs og jarðhitanotkunar, en á Grenada er jarðhiti sem eyjarskeggjar vona að hægt verði að nota til orkuframleiðslu.  Framboð Íslands til setu í öryggisráði S.þ. var kynnt. 

 

Í fellibylnum Ivan sem reið yfir Grenada í september s.l. skemmdust yfir 90% allra bygginga og hefur mikið uppbyggingarstarf átt sér stað þótt enn sé margt ógert.

 

Íbúar Grenada kalla hana kryddeyjuna og var hún áður en fellibylurinn Ívan gekk yfir næst mesta framleiðsluland á múskati (kökukryddi) í heiminum.  Talið er að það taki 6–8 ár að ná fyrri framleiðslugetu á múskati á Grenada.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum