Hoppa yfir valmynd
14. mars 2005 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn.

Á fundinum fjölluðu ráðherrarnir m.a. um framtíð Atlantshafstengslanna, náttúruhamfarirnar í Suðaustur-Asíu í desember sl. og viðbrögð við þeim, stöðu mála í Miðausturlöndum, Írak, Íran og hina svonefndu norðlægu vídd Evrópusambandins ("Northern Dimension").

Samvinna og samráð utanríkisráðherra Norðurlanda fer ekki fram innan ramma Norrænu ráðherranefndarinnar, en reglulegir fundir ráðherranna eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári undir stjórn þess lands sem gegnir formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Danir tóku við formennskunni af Íslendingum um síðustu áramót.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum