Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2005 Utanríkisráðuneytið

Vegabréf fyrir Bobby Fischer

Stjórnvöld gáfu í gær út vegabréf útlendings fyrir Robert J. Fischer og sendu áleiðis til sendiráðs Íslands í Tokyo. Sendiráðið mun hafa vegabréfið í sinni vörslu þar til Fischer er laus úr haldi í Japan.

Vegabréfið er gefið út til staðfestingar á fyrri yfirlýsingu, dags. 15. desember sl., um að stjórnvöld muni veita Fischer dvalarleyfi hér á landi, til að útgáfa vegabréfs þurfi ekki að tefja för hans hingað þegar hann er frjáls ferða sinna. 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum