Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2003 Utanríkisráðuneytið

Fundur EES-ráðsins

Nr. 040

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Í gær var haldinn í Luxemborg 19. ráðsfundur EES. Í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra sat Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri fundinn. EES ráðið er samráðsvettvangur utanríkisráðherra EFTA/EES ríkjanna og Evrópusambandsins.

Fundurinn hófst með því að skipst var á skoðunum um ástandið í Írak, Mið-Austurlöndum og á Balkanskaga.

Að því búnu var fjallað um framkvæmd EES samningsins en aðilar voru sammála um að rekstur samningsins gengi vel.

Á fundinum upplýsti framkvæmdastjórnin um gang mála á framtíðarráðstefnu ESB sem ætlað er að gera tillögur um nýjan sáttmála sambandsins. Framkvæmdastjórnin upplýsti einnig um stöðu mála að því er varðar stækkun ESB auk þess sem fjallað var um stækkun EES.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 16. apríl 2003


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum