Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2004 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Afhending trúnaðarbréfs í Tékklandi
Afhending trúnaðarbréfs í Tékklandi

Sveinn Björnsson, sendiherra, afhenti þann 18. nóvember sl. dr. Vaclav Klaus, forseta Tékklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Tékklandi með aðsetur í Vínarborg.

Eftir athöfnina átti sendiherra fund með forsetanum, sem varautanríkisráðherra Tékklands sat að auki. Á fundinum voru rædd tvíhliða samskipti Íslands og Tékklands, framboð Íslands til Öryggisráðsins 2009 og 2010 auk málefna sem tengjast Evrópusambandinu. Ennfremur átti sendiherra viðræður við háttsetta embættismenn utanríkisráðuneytisins í Prag um samskipti landanna.

Sveinn Björnsson er þriðji sendiherra Íslands gagnvart Tékklandi og jafnframt sá fyrsti með aðsetur í Vín, en það auðveldar fyrirsvarið gagnvart Tékklandi vegna nálægðar Vínar við Prag.

Með inngöngu Tékklands í Evrópusambandið þann 1. maí sl. opnast leiðir til nánari samskipta Íslands við Tékkland. Árið 2003 nam verðmæti vöruinnflutnings frá Tékklandi til Íslands 1382 milljónum króna, en verðmæti vöruútflutnings frá Íslandi til Tékklands nam 30 milljónum króna.



Afhending trúnaðarbréfs í Tékklandi
Afhending trúnaðarbréfs í Tékklandi

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum