Hoppa yfir valmynd
29. júlí 2004 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Afhending trúnaðarbréfs hjá CTBTO
Afhending trúnaðarbréfs

Sveinn Björnsson, sendiherra, hefur afhent dr. Wolfgang Hoffmann, framkvæmdastjóra Stofnunar Samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBTO), trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá CTBTO.

Samningurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn kveður á um algert bann við hvers kyns tilraunakjarnasprengingum er tengjast þróun kjarnavopna. Alls hafa 172 ríki undirritað samninginn og 115 ríki staðfest hann. Ísland staðfesti samninginn þann 26. júní 2000. Þar sem samningurinn hefur ekki ennþá tekið gildi var komið á fót sérstakri undirbúningsnefnd í Vínarborg til að vinna að undirbúningi vegna staðfestingu samningsins.

Mikilvægi samningsins liggur fyrst og fremst í því að samkvæmt honum er kjarnavopnaríkjum bannað að framkvæma tilraunasprengingar með kjarnavopn jafnframt því sem hann hindrar ríki, sem ekki hafa yfir kjarnavopnum að ráða, að þróa slík vopn með aðstoð tilraunasprenginga.

Eitt meginverkefni stofnunarinnar er að þróa alþjóðlegt eftirlitskerfi, sem byggir á neti rúmlega 337 eftirlitsstöðva, en slíkt eftirlitskerfi þarf að vera til staðar þegar samningurinn tekur gildi. Tvær slíkar stöðvar eru á Íslandi, önnur til að mæla jarðhræringar og hin til að mæla geislavirkni og eru þær staðsettar í Borgarfirði og Reykjavík.



Afhending trúnaðarbréfs hjá CTBTO
Afhending trúnaðarbréfs

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum