Hoppa yfir valmynd
30. júní 2004 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands

Stofnun stjórnmálasambands við Dóminíku.
Stofnun stjórnmálasambands við Dóminíku.

Þriðjudaginn 29. júní var undirrituð í New York yfirlýsing um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Dóminíku. Fastafulltrúar ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Crispin S. Gregoire undirrituðu yfirlýsinguna.

Dóminíka er eyríki í Karíbahafi með tæplega 80 þúsund íbúa. Landið er innan við einn hundraðasti af stærð Íslands að flatarmáli. Þar er rómuð náttúrufegurð en ferðaþjónusta enn tiltölulega lítil að umfangi, mest bundin við náttúruskoðun, svo sem hvalaskoðun. Afbrotatíðni er hin minnsta af eyríkjum Karíbahafs.

Efnahagur landsins hefur lengi verið einskorðaður við tekjur af bananarækt og því verið háður sveiflum. Innan 200 mílna efnahagslögsögu eru hins vegar nokkuð auðug fiskimið og í landinu er jarðhiti. Hvorug þessara auðlinda hefur verið nýtt sem skyldi vegna skorts á tækniþekkingu. Stjórnvöld þar hafa hins vegar áhuga á samstarfi við erlenda fjárfesta um uppbyggingu sjávarútvegs og vinnslu jarðhita.

Dóminíka á sæti í Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefur þar stutt sjónarmið Íslands, Noregs og Japans um sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins.



Stofnun stjórnmálasambands við Dóminíku.
Stofnun stjórnmálasambands við Dóminíku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum