Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2004 Utanríkisráðuneytið

Kosning dómara við Mannréttindadómstól Evrópu

Davíð Þór Björgvinsson
Davíð Þór Björgvinsson, prófessor

Á þingi Evrópuráðsins í Strassborg í dag var Davíð Þór Björgvinsson, prófessor, kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu frá og með 25. september 2004. Hann tekur sæti Gauks Jörundssonar, dómara, sem lætur þá af störfum fyrir aldurs sakir.

Á þinginu voru kosnir dómarar frá 21 aðildaríki Evrópuráðsins, en sérhvert aðildarríkjanna 45 skipar eina dómarastöðu við mannréttindadómstólinn. Dómarar eru kosnir til 6 ára í senn og aðildarríkin tilnefna 3 frambjóðendur í hvert sæti. Af hálfu Íslands voru auk Davíðs Þórs Björgvinssonar héraðsdómarararnir Sigríður Ingvarsdóttir og Sigurður Tómas Magnússon tilnefnd. Laganefnd þings Evrópuráðsins lýsti alla frambjóðendur Íslands hæfa til setu í dómstólnum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum